Þjóðlífsmyndir og örsögur

     Ef einhver les þetta þá er ég búinn að breyta tilgangi þessarar bloggsíðu minnar. Það reka allir upp ramakvein þegar eitthvað gerist, því allt orkar tvímælist þá gjört er og fara að blogga um það út og austur. Ég hef aldrei verið nógu mikil hópsál til að ganga í félag sem vill hafa menn eins og mig sem félaga og hér vitna ég í Groucho Max-bróðir, því hef ég ákveðið að á þessari bloggsíðu verði aðeins Þjóðlífsmyndir af sjálfum mér og Örsögur sem hafa safnast upp hjá mér, bæði í rituðu formi sem á sveimi í heilabúi mínu.  

   Ég get ekki lofað stöðugu flæði en ætla að reyna að halda mig að þessu eins og ég hef tíma og þrek til. Hér á eftir fara fyrstu færslur á þessum tveimur sviðum. Ég mun einnig sinna öðrum liðum/flokkum sem eru á dagskrá, öðrum hef ég eytt.

   Það væri gaman að fá einhver viðbrögð við þessu en mér er meira í mun að koma þessu frá mér og að það sé aðgengilegt einhvers staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa þetta.

Daníel (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband